Risabankinn Royal Bank of Scotland tapaði átta milljörðum ðpunda í fyrra, jafnvirði rúmra 1.500 milljarða íslenskra króna. Staða bankans er í svo slæm að hann þarf að fá innspýtingu upp á 3,1 milljarð punda til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Bankinn var að fara á hliðina í fjárkreppunni haustið 2008 og varð úr að breska ríkið tók 80% hlut í bankanum gegn ákveðnum framlagi til að forða honum frá því að fara í þrot.

Breska ríkisútvarpið ( BBC ) hefur hins vegar eftir Ross McEwan, bankastjóra Royal Bank of Scotland, að svo mörg feilspor hafi verið stigi í hamförunum þegar bankinn var við það að fara á hliðina á sínum tíma að þau eru ekki að koma fram fyrr en nú. Ekki bætir úr skák að bankinn þarf að greiða viðskiptavinum sínum milljarða punda í bætur. Þar á meðal þarf bankinn að greiða þeim bætur sem urðu fyrir skakkaföllum vegna brasks bankans með millibankavexti, íbúðabréf í Bandaríkjunum.

Lykilstjórnendur Royal Bank of Scotland þurfa að taka slæma stöðu á sig og fá þeir því ekki greidda bónusa fyrir síðasta ár eins og reiknað hafði verið með.