Töluverðar lækkanir voru í Kauphöllinni í dag, hvort heldur sem er á hlutabréfa- eða skuldabréfamörkuðum. Heildarveltan var einnig nokkuð mikil, aðallega á skuldabréfamarkaði. Veltan nam rúmum 1,5 milljörðum á hlutabréfamarkaði en 15,4 milljörðum á skuldabréfamarkaði. Heildarveltan nam þannig 16,9 milljörðum króna.

Gengi á bréfum í Eimskipafélag Íslands hf. lækkuðu um 6,15% í dag, í 377,9 milljón króna veltu og 38 viðskiptum. Gengi á bréfum Eikar fasteignafélag lækkuðu líka talsvert, um 2,69% í 52,6 milljón króna veltu í 11 viðskiptum. Nokkur lækkun var á bréfum Haga, sem lækkuðu um 1,75%. Veltan nam 291,3 milljónum króna í 16 viðskiptum.

Einu hlutabréfin sem hækkuðu í verði voru í Össuri, en þau hækkuðu um 3,19%. Velta með bréfin nam 46,7 milljónum króna í níu viðskiptum.

Skuldabréfaflokkar lækkuðu allir nema einn, og voru lækkanir á bilinu 0,08% upp í 1,42%. Lækkunin var almennt meiri með óverðtryggð bréf heldur en verðtryggð.