Nýjasta kvikmyndin í Star Wars myndaröðinni, Star Wars: The Force Awakens er nú orðin tekjuhæsta kvikmynd sögunnar í Norður-Ameríku.

Þessi áfangi náðist í gær þegar tekjur af miðasölu fóru yfir 761 milljón Bandaríkjadala. Fyrra met átti Avatar en tekjur hennar voru 760,5 milljónir dala á öllum þeim tíma sem hún var í sýningu.

Star Wars hefur einungis verið sýnt í 20 daga og munu tekjur af myndinni muni aukast enn frekar. Myndin hefur halað inn töluverðum tekjum og líklegt er að þær muni aukast verulega eftir næstu helgi þegar myndin verður frumsýnd í Kína, en Kína er næst stærsti markaður fyrir kvikmyndir í heimi.

Ef myndin nær vinsældum í Kína er mögulegt að myndin verði tekjuhæsta kvikmynd heims. Star Wars er nú í fjórða sæti á þeim lista en heildartekjur myndarinnar eru um 1,55 milljarður Bandaríkjadala. metið á Avatar en tekjur myndarinnar á heimsvísu námu 2,78 milljörðum dala.