Starfsmenn fjármálafyrirtækja hafa samþykkt kjarasamning sem gerður var milli Samstaka starfsmanna fjármálafyrirtækja og Samtaka atvinnulífsins. Samningarnir voru undirritaðir 11. mars.

Samningurinn byggir á sáttatillögu Ríkissáttasemjara sem lögð var fyrir stéttarfélög á almennum vinnumarkaði og undirritaðir 21. febrúar 2014, segir í tilkynningu frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Kjarasamningurinn gerir ráð fyrir 2,8% hækkun á kauptaxta, þó að lágmarka 8.000 krónur fyrir dagvinnu í fullu starfi. Aðrir kjaratengdir liðir hækka einnig um 2,8%.

Allir kjarasamingsliðir taka gildi frá og með 1. febrúar 2014. Þá er gert ráð fyrir að sérstakri hækkun kauptaxta hjá þeim sem eru með 230 þúsund króna launataxta á mánuði eða lægri en kauptaxtar þeirra hækka sérstaklega um 1.750 krónur. Desember- og orlofsuppbætur hækka samtals um 32.300 krónur frá síðast gildandi samning.