Heildarveltan í Kauphöllinni nam rúmlega 7,5 milljörðum króna. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,3% og aðalvísitala Skuldabréfa um 0,14% og stendur hún í 1.184,12. Heildarvelta skuldabréfa var um það bil 2,7 milljarðar.

Langmest viðskipti voru með bréf í Reitum og var 0,72% hækkun hjá félaginu. Heildarviðskipti dagsins hjá félaginu voru  rúmlega 4 milljarðar, en í dag var greint frá sölu á hlut ríkissjóðs Íslands á hlut í fyrirtækinu. Verð hlutabréfa í Reitum voru 84,30 krónur í lok dags.

Af félögum skráðum í Kauphöllina, hækkaði fasteignafélagið Eik h.f. mest, eða um 1,76% í 38 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Hagar hf. hækkuðu um 0,51% og Icelandair um 0,56% í litlum viðskiptum.

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,2% í dag í 7,2 milljarða. viðskiptum.

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,4% í dag í 4,9 milljarða. viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,2% í dag í 2 milljarða. viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,2% í 0,6 milljarða. viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 1,4 milljarða. viðskiptum.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði lítillega í dag í 0,3 milljarða. viðskiptum.