Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn sína á langtímaskuldum Glitnis úr A2 í Baa2, á skammtímaskuldbindingum úr P1 í P2 og fjárhagslegan styrkleika úr C- í D. Horfur fyrir fjárhagslegan styrkleika eru neikvæðar.

Þá hefur Moody´s tekið lánshæfiseinkunn Kaupþings til athugunar vegna hugsanlegrar lækkunar. Einkunn vegna langtímaskuldbindinga, A1, og vegna fjárhagslegs styrkleika, C-, hafa verið teknar til athugunar vegna hugsanlegrar lækkunar en Moody´s staðfestir einkunn bankans vegna skammtímaskuldbindinga, sem er P-1.

Að sögn Moody´s endurspeglar ákvörðun um endurskoðun einkunna Kaupþings sífellt veikari fjárhagsstoðir (e. financial fundamentals) íslenska bankakerfisins.