Félag viðskipta- og hagfræðinga stóð fyrir hádegisfundi á Hilton Hótel Nordica í dag um afnám hafta. Frummælendur fundarins voru þeir Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir, og Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur en þeir höfðu ólíka sýn á hvernig hagstæðast væri fyrir Ísland að losna úr fjármagnshöftum.

Í pallborðsumræðum fundarins tóku þátt þau Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, Sigurður Hannesson, stærðfræðingur og framkvæmdastjóri eignastýringar MP banka, Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans og Eiríkur Svavarsson, lögmaður. Sigurður Hannesson minntist meðal annars á að lenging Landsbankabréfsins væri jákvætt skref en að enn væri mörgum spurningum ósvarað. Enn væri óvíst að hans mati hvort lengingin leysi vandamál Landsbankans, hvort hún hafi tilætluð áhrif á greiðslujöfnuðinn og hvaða áhrif undanþága myndi hafa á aðra aðila í hagkerfinu.

VB Sjónvarp ræddi við Sigurð.