Formenn stjórnmálaflokkanna voru kallaðir til fundar í Seðlabankanum kl. 23 í kvöld og sátu þar fund með seðlabankastjórum auk ráðherra úr ríkisstjórn.

Gera má ráð fyrir því að um skyndifund sé að ræða þar sem til hans er boðað seint á sunnudagskvöldi. Ekkert hefur verið tilkynnt um efni fundarins né af hvaða tilefni til hans var boðað.

Hvorki formenn stjórnmálaflokkanna, aðrir ráðherrar né seðlabankastjórar gáfu fjölmiðlum kost á viðtali eftir fundinn.

Samkvæmt fréttavef Ríkisútvarpsins sátu bankastjórar Kaupþings einnig fundinn.