Black Cube, eitt þeirra fyrirtækja sem Harwey Weinstein, réð til að þagga niður ásakanir um kynferðisofbeldi gegn sér, komst í sviðsljósið fyrir nokkrum árum eftir ítarlega greiningu á Kaupþingi fyrir Tchenguiz bræður í kjölfar rannsóknar bresku efnahagsbrotalögreglunnar Serious Fraud Office (SFO) á bræðrunum.

Weinstein réð her njósnara, blaðamanna til að koma í veg fyrir að ásakanirnar litu dagsins ljós. Í frétt New Yorker kemur fram að starfsmenn Black Cube hafi til að mynda hitt leikkonuna Rose McGowan, á fölskum forsendum en McGowan sakaði Weinstein um að hafa nauðgað sér. Einn starfsmanna Black Cube þóttist vera feminískur aðgerðarsinni og tók upp að minnsta kosti fjóra fundi með McGowan. Þá tók sami stafsmaður upp fundi með blaðamönnum þar sem hún gafi í skyn að hyggðist leggja fram ásakanir á hendur Weinstein.

Black Cube var stofnað af Avi Yanus og Dan Zorella, fyrrum starfsmönnum leyniþjónustu ísraelska hersins. Fyrirtækið vakti athygli þegar það lagðist í mikla greiningarvinnu á atburðarásinni í kringum fall Kaupþings fyrir Tchenguiz bræður. SFO féll að lokum frá rannsókn á þætti Vincent og Robert Tchenguiz í falli Kaupþings og greiddi þeim bætur. Í síðustu viku var tilkynnt að Kaupþing myndi greiða Robert Tchenguiz bætur vegna síns þáttar í rannsókn SFO.