Finnski símaframleiðandinn Nokia kynnti í dag sinn fyrsta farsíma sem búinn er snertiskjá.

Síminn sem nefnist, Nokia 5800 Xpressmusic, er ætlað að veita iPhone, frá Apple, harða samkeppni. Sala á nýja gripnum hefst innan tíðar og verður hann talsvert ódýrari en iPhone. Uppgefið verð er 279 evrur, utan skatta. Markhópurinn verður því talsvert breiðari en hjá Apple, því Nokia mun m.a. reyna að höfða til þeirra sem ekki eiga efni á iPhone.

Nokia er helsti farsímaframleiðandi heims. Samkeppnisaðilar Nokia s.s. LG og Samsung auk téðs Apple hafa þegar kynnt farsíma með snertiskjá.

Reuters greinir frá þessu.