Fjárfestingarfélagið Atorka hefur aukið við hlut sinn í breska dreifingarfyrirtækinu NWF Group og á nú 21,55% hlut með yfir tveimur milljónum atkvæðaréttarhluta, að því er fram kemur í upplýsingum Kauphallarinnar í London. Hlutirnir voru keyptir í þrennu lagi nokkrum dögum áður en stjórnarfundur fyrirtækisins var haldinn.

Atorka er langstærsti hluthafi NWF og mun eiga rétt á að koma manni inn í stjórn fyrirtækisins. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hefur það verið rætt innan Atorku, en færi svo takmarkaðist kaupréttur Atorku í félaginu verulega.

Sjá nánari umfjöllun í Viðskiptablðainu í dag.