Andri Áss Grétarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fjármála- og resktrarstýringarsviðs Icelandair, segir í fréttatilkynningu frá félaginu.

Andri hóf störf hjá Flugleiðum árið 1998, fyrst í hagdeild, þar sem hann vann meðal annars við kostnaðaraðhald, stofnun afkomueininga og leiðakerfisstjórnun.

Við skiptingu Flugleiða í dótturfélög árið 2003 varð hann forstöðumaður hjá móðurfélaginu, með umsjón með fjárhagsupplýsingum og vann jafnframt að ýmsum rekstrarbótarverkefnum innan samstæðunnar.

Andri hefur verið í stjórn flestra félaga í Icelandair Group samstæðunni og hefur á undanförnum mánuðum unnið að breytingum á skipulagi hjá FL Group.

Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1988 og viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands af endurskoðunarsviði árið 1993.