Yfir árin 2012–2014 voru 50% fyrirtækja á Íslandi með nýsköpun vöru, þjónustu, eða verkferla. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Hagstofu Íslands á nýsköpunarvirkni fyrirtækja.

Samkvæmt rannsókninni settu 36% fyrirtækja nýja eða verulega endurbætta vöru á markað eða buðu upp á nýja eða verulega endurbætta þjónustu. Nýsköpunin gat verið nýjung á markaði fyrirtækis, eða bara fyrir fyrirtækið sjálft, en 73% fyrirtækja sem voru með nýsköpun vöru, þjónustu, eða ferla voru með nýsköpun sem var nýjung fyrir Ísland.

Ef einnig er tekið mið af nýsköpun skipulags og kynninga- eða markaðssetningarstarfs voru 59% fyrirtækja með einhverskonar nýsköpun. Þá hafði 40% fyrirtækjanna umhverfisvænan ávinning af nýsköpuninni og hjá 32% var umhverfisvænn ávinningur nýsköpunar hjá neyt­end­um.