Ísland er hundraðasta landið sem nýtir vindorku til almennrar raforkuframleiðslu samkvæmt Alþjóðlegu vindorkusamtökunum. Settar voru upp tvær vindmyllur til raforkuframleiðslu í fyrra á svæði sem nefnist Hafið ofan við Búrfell.

Margrét Arnardóttir verkefnisstjóri vindorku hjá Landsvirkjun segir raforkuframleiðslu þessara tveggja vindmylla vera meiri en áætlað var.