VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka og rekstrarfélag bankans, Íslandssjóðir, hafa lokið fjármögnun Akurs, nýs fjárfestingafélags sem fjárfestir í óskráðum hlutabréfum. Akur var stofnaður í september síðastliðnum og hefur verið unnið að fjármögnun undanfarið. Hluthafahópurinn er breiður en meðal hluthafa í Akri eru 11 lífeyrissjóðir, VÍS og Íslandsbanki.

Akri er stýrt af Íslandssjóðum en framkvæmdastjóri félagsins er Jóhannes Hauksson og með honum starfar Davíð Hreiðar Stefánsson. Fjárfestingaráð Akurs er skipað reyndum aðilum sem eru óháðir bankanum en þau eru Hörður Arnarson formaður, Hjörleifur Pálsson, Katrín Olga Jóhannesdóttir og Jón Björnsson.

Fjárfestingartími Akurs er þrjú til fjögur ár en áætlaður líftími sjóðsins er átta til tíu ár og er fjárfestingagesta félagsins 7,3 milljarðar.