Bandaríski tölvurisinn Microsoft hyggst gera næstu útgáfu stýrikerfisins Windows mun skilvirkara og einfaldara í notkun.

Í gær var Windows 7 kynnt til sögunnar og innan skamms verður prufuútgáfa stýrikerfisins gerð aðgengileg

Meðal nýjunga eru að Windows verður móttækilegra fyrir snertiskjátækni og einnig verður hægt að aðlaga stýrikerfið að notendanum á auðveldari hátt en áður hefur þekkst.

Síðasta útgáfa Windows, sem bar nafnið Windows Vista, var harðlega gagnrýnt af neytendum. Þótti stýrikerfið hægvirkt og flókið, sem gerði samkeppni við Apple erfiðari en Apple hefur eflst gríðarlega að undanförnu.