Ódýrasti bíll í heimi, Tata Nano, hefur verið endurbættur gríðarlega mikið í kjölfar dræmrar sölu frá því að bíllinn var settur á markað á Indlandi árið 2009.

Hinn nýi Nano verður fáanlegur í fleiri litum og kemur til með að eyða minna eldsneyti.

Tata Motors, framleiðandi Nano bílsins eru einnig framleiðendur lúxusbíla á borð við Jaguar og Land Rover.

Nýja útgáfan af bílnum kemur til með að kosta tæplega tvö þúsund Bandaríkjadali eða rétt rúmlega 200 þúsund krónur.

Þetta kemur fram á vef BBC sem má lesa hér.

Tata nano
Tata nano
© Aðsend mynd (AÐSEND)