Óli Björn Kárason hefur ákveðið að bjóða sig fram í eitt af efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sem haldið verður 10. nóvember næstkomandi. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur hann verið varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Hann er hagfræðingur að mennt en hefur starfað sem blaðamaður og ritstjóri og útgefandi í nær aldarfjórðung. Hann hefur gefið út fjórar bækur m.a. um viðskipti, efnahags- og dómsmál. Þá hefur Óli Björn skrifað fjölda greina í dagblöð og tímarit. Hann ritstýrir vefritinu t24.is .