Heimsmarkaðsverð á olíu hefur gefið eftir í dag. Sheikh Ahmad al-Abdullah al-Sabah frá Kúveit sagði í dag að ríkið kanni nú þann möguleika að auka framleiðslu til að mæta því tapi sem hefur orðið á olíuframboði vegna átaka í Líbíu. Kúveit hefur þó ekki aukið framleiðslu fram til þessa.

Financial Times greinir frá því í dag að ríki OPEC, þar á meðal Kúveit, Sameinuðu furstadæmin og Nígería, undirbúi að auka olíuframboð fyrir apríl nk. um allat að 300,000 olíutunnur á dag.