Nú, hálfu öðru ári áður en öðrum áfanga byggingaframkvæmda á vegum Þyrpingar á að ljúka í Skuggahverfi, eru enn óseldar íbúðir að andvirði á sjötta milljarð króna.

Málaferli hafa verið í gangi vegna fyrsta áfanga. Forkólfar framkvæmdanna eru þó hvergi bangnir.

Í 1. áfanga Skuggahverfis voru fjögur hús, alls 79 íbúðir, og höfðu þær selst fyrir þremur árum eða drjúgu fyrir verklok, að sögn Odds Víðissonar, framkvæmdastjóra Þyrpingar, eiganda 101 Skuggahverfis sem stendur að framkvæmdinni.

Jafnmörg hús eru í öðrum áfanga, sem Íslenskir aðalverktakar eru nú í óðaönn að reisa, en mun fleiri íbúðir, eða 97 talsins, frá rúmum 70 fermetrum upp í 312 fermetra að stærð, og á þeim áfanga að ljúka eftir hálft annað ár samkvæmt áætlun, eða vorið 2009.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta sótt um hann hér .