Mörður Árnason er í framboði við flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík og óskar hann eftir 3. sæti í kjörinu. Það jafngildir öðru sæti á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður eða suður í alþingiskosningunum í apríl.

Í tilkynningu hvetur Mörður flokkssystkini sín til að halda áfram að byggja upp samfélag þar sem velferð borgaranna er tryggð og atvinnulífið bæði fjölbreytt og öflugt.

„Ég er líka maður mennta og menningar, Evrópusamstarfs og þjóðlegrar hollustu,“ segir hann.

Mörður sat á þingi fyrir Samfylkinguna í stjórnarandstöðu árin 2003 til 2007 og svo aftur frá árinu 2010.