Össur birti eftir lokun markaða í gær uppgjör fyrir fjórða ársfjórðung og árið í heild.

Á árinu jókst sala Össurar um 5% í íslenskum krónum og nam tæpum 63 milljörðum króna. Hagnaður félagsins fyrir skatta var 39,4 milljarðar króna eða 63% af sölu, samanborið við tæpa 42 milljarða króna og 63% af sölu árið áður.

EBITDA Össurar nam 12,6 milljörðum króna, eða 20% prósentum af sölu. Áætlun fyrirtækisins fyrir árið 2016 gerir ráð fyrir innri vexti á bilinu þrjú til fimm prósent og EBITDA framlegð á bilinu 20% til 21%.

Hagnaður félagsins nam ríflega 6,6 milljörðum króna á árinu, eða 11% af tekjum, samanborið við hagnað sem nam 7,7 milljörðum króna áður áður og 12% af tekjum. Í tilkynningu frá Jón Sigurðsyni, forstjóra Össur segir að gengið hafið verið óhagstætt fyrir uppgjörið, styrking krónunnar hafi haft þau áhrif að hagnaður, tekjur og EBITDA lækki, en félagið gerir upp í Bandaríkjadölum.