„Sá flokkur sem er lengst til vinstri og sett grænu málin á oddinn er við það að detta út af þingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs (VG), í skugga fylgistaps flokksins ef miðað er við niðurstöður skoðanakannana. Flokkar með minna en 5% fylgi í næstu þingkosningum koma ekki manni á þing. Katrín sagði í samtali við fréttastofu RÚV raunverulega hættu á að þetta geti gerst, þ.e. að VG nái engum manni inn.

VG er með ellefu þingsæti nú. Gengið verður til kosninga 27. apríl næstkomandi, þ.e. eftir tæpar tvær vikur.

VG var með 6,7% fylgi í nýjustu könnun MMR og birt var í dag. Í fyrri mælingu MMR var flokkurinn með 8,1% fylgi.