Ef enn verður óvissa með skuldabréf Landsbankans við gamla bankann (LBI hf.) gæti verið erfitt að taka ákvörðun um að greiða arð, segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Uppgjör bankans var kynnt í morgun þar sem hagnaður á fyrri hluta árs nam 14,9 milljörðum króna.

Á fyrsta ársfjórðungi greiddi bankinn eigendum tæpa 20 milljarða króna í arð. Steinþór segir of snemmt að ræða um frekari arðgreiðslur. „Þetta er atriði sem er skoðað fyrir aðalfund sem verður í mars á næsta ári. Það er of snemmt að tala um það núna. Það verður skoðað fyrir aðalfund þegar við sjáum hvernig uppgjörið er að koma út.“

Í vor skrifaði Landsbankinn undir samning um breytingar á skilmálum skuldabréf bankans og gamla bankans. Lokagjalddagi þeirra verður því árið 2026 í stað 2018. Nú er beðið ákvörðunar Seðlabankans og fjármala- og efnahagsráðuneytisins vegna óskar gamla bankans um undanþágu frá lögum um gjladeyrismál í kjölfar samkomulags Landsbankans og LBI hf.