*

föstudagur, 14. ágúst 2020
Fólk 25. júní 2020 14:31

Páll Jóhannesson til BBA//Fjeldco

Páll Jóhannesson, lögmaður, hefur gengið til liðs við BBA//Fjeldco, hann hefur áður starfað sem eigandi hjá Deloitte.

Ritstjórn
Páll Jóhannesson hefur verið ráðinn til lögmannsstofunar BBA//Fjeldco.
Aðsend mynd

Páll Jóhannesson, lögmaður, hefur gengið til liðs við lögmansstofuna BBA//Fjeldco og mun leiða sérhæfða skattaráðgjöf stofunnar. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu.

Páll hefur reynslu af skatta- og lögfræðiráðgjöf og hefur unnið fyrir bæði innlend og alþjóðleg fyrirtæki í gegnum tíðina. Páll hefur áður starfað sem eigandi hjá Deloitte endurskoðunarstofu, Kaupþing banka, Nordik lögfræðiþjónustu sem stofnandi og eigandi, sem og í eigin lögmannsrekstri. Þá hefur hann kennt skattarétt við lagadeild og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.

Sjá einnig: BBA og Fjeldsted & Blöndal sameinast