Danski skartgripaframleiðandinn Pandora jók sölu sína á Bandaríkjamarkaði umtalsvert á öðrum ársfjórðungi en á sama tíma dróst salan í Asíu saman. Salan vestanhafs var þó það mikil að salan á öðrum ársfjórðungi var í hæstu hæðum. Reuters greinir frá.

Pandora hefur lagt mikið púður í frekari sókn á ofangreinda markaði, sem eru þeir tveir stærstu í heimi. Það virðist hafa skilað ágætis árangri því salan á öðrum ársfjórðungi jókst um 7% í samnburði við sölutölur sama fjórðungs árið 2019, áður en covid heimsfaraldurinn fór á kreik.

Sala Pandora í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi ríflega tvöfaldaðist frá sama tímabili árið áður og jókst um 635 í samanburði við annan ársfjórðung árið 2019. Aðgerðir stjórnvalda til að örva hagkerfið og ágætis taktur í bólusetningum er talin hafa leitt til aukinnar eyðslu landsmanna í vörur og þjónustu.