Verslunarauðjöfurinn Philip Green hefur sett tæplega 300 milljarða króna verðmiða á Arcadia Group, verslunarsamsteypuna sem hann keypti á 107 milljarða fyrir tveimur árum. Verslunarsamsteypan, sem meðal annars inniheldur vörumerki eins og Top Shop og Dorothy Perkins, hefur þannig þrefladast í verði síðan Green hirti hana eftir árangurslausar tilraunir Baugs-manna til yfirtöku.

Umrædd tala, 300 milljarðar (2,3 milljarðar punda), birtist í gær þegar Green flutti þessa eigna sína á milli eignarhaldsfélaga. Taveta Investment Ltd., sem er skráð í eigu Tinu, eiginkonu Philips, seldi þá Arcadia Group yfir til annars félags með saman nafn. Breskir fjölmiðlar komust í málið þegar pappírunum var þinglýst en áður hafði Green greint frá þessu á fundi með fjárfestum.

Þessi viðskipti eru forsenda þess að Arcadia geti greitt 64 milljarða króna í arðgreiðslu til hluthafa sinna. Þar sem fyrirtækjum í Englandi er ekki heimilt að greiða meira út í arð en sem svarar hagnaði félagsins var nauðsynlegt fyrir Green að setja viðskiptin á svið. Að sögn Green er hér aðeins um ræða tæknilega útfærslu sem kemur ekki til með að hafa nein áhrif á rekstur Arcadia. Hann tók fram í samtali við The Daily Telegraph að endurskoðendur félagsins og skattaráðgjafar hefðu veitt samþykki sitt fyrir viðskiptunum. Til viðbótar arðgreiðslunni er Green farin að láta Arcadia greiða sér laun, eða sem nemur 450 milljónum króna. Félagið hefur ekki greitt honum laun til þessa.

Það var 21 október síðastliðin sem Green greindi frá þessum áformum sínum en áður hafði félagið greitt þá 102 milljarða króna sem hann tók að láni þegar Arcadia var keypt. Um leið var greint frá því að Arcadia yrði skuldsett fyrir upphæð sem samsvaraði arðgreiðslunni nú. Green og fjölskylda fá megnið af arðgreiðslunni nú eða sem svarar 58,5 milljörðum. Þar með er upphæð sú sem Green hefur tekið út úr BHS og Arcadia komin upp í tæpa 110 milljarða króna.

Í síðasta mánuði greindi Green frá því að hagnaður Arcadia hefði numið 31 milljörðum króna fram til loka ágúst. Var þar um að ræða umtalsverða hagnaðaraukningu frá árinu á undan. Þetta kemur sem sárabót fyrir Green sem fyrtr í sumar varð að falla frá áformum sínum um að taka yfir Marks og Spencer en hann hafði boðið sem svaraði 1.155 milljarða króna í það félag. Green er greinilega á eftir enn stærri potti en Arcadia.

Byggt á netútgáfu The Daily Telegraph