Plastprent hf hefur ákveðið að selja Sigurplast, sem er ein af rekstareiningum félagsins og er staðsett í Mosfellsbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Plastprent.

Kaupandi er Sparisjóður Mýrarsýslu fyrir hönd fjárfesta og taka nýjir eigendur við rekstrinum um næstu mánaðarmót, segir í tilkynningu.

Þar kemur einnig fram að Sigurður Bragi Guðmundsson hættir sem forstjóri Plastprents um næstu mánaðarmót. Sigurður Bragi mun starfa sem ráðgjafi Plastprents sem og nýrra eigenda Sigurplasts næstu sex mánuði.

Sigurplast sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á ílátum úr plasti og blikki.