*

þriðjudagur, 15. október 2019
Innlent 3. desember 2017 12:01

„Pólitísk kreppa nánast síðan 2008”

Forseti ASÍ vonast eftir ró og festu með nýrri ríkisstjórn, en stefnt er að því að fjárlagafrumvarpið verði klárað á þriðjudag.

Ritstjórn

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ vonast eftir því að ró og festa muni einkenna stjórnmálin með nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sem tók við fyrir helgi að því er Morgunblaðið greinir frá. 

„Það er búin að vera pólitísk kreppa nánast síðan 2008,” sagði hann í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni, en hann segir nýja stjórnarsáttmálann bera merki þess að ríkisstjórnin vilji ná samkomulagi við vinnumarkaðinn.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það skýrast á þriðjudag hvenær þing komi saman, en ríkisstjóri hefur unnið að nýju fjárlagafrumvarpi síðustu daga. Verður þeirri vinnu haldið áfram í dag og á morgun því stefnt er að henni verði lokið fyrir þriðjudag. 

„Það er eiginlega síðasti séns,“ segir Katrín í samtali við Morgunblaðið en fjárlög voru aðalefi fyrsta fundar ríkisstjórnarinnar á föstudaginn.