Til stendur að skipta út ráðherrabifreiðunum út fyrir rafbíla næst þegar þær verða endurnýjaðar. Málið var tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.

Samkvæmt áætluninni er ekki stefnt að því að endurnýja alla bílana í einu heldur mun hver og einn verða endurnýjaður þegar hann er kominn á tíma. Þessi framkvæmd er hluti af áætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.

Rekstrarfélag Stjórnarráðsins fer með rekstur ráðherrabílanna og verður falið að afla upplýsinga sem og tilboða frá framleiðendum rafmagnsbíla við framkvæmdina.