Nýlega var ráðið í tvær stöður í miðlægri stjórnsýslu Háskóla Íslands.

Ingunn Ólafsdóttir var ráðin sem innri endurskoðandi Háskóla Íslands.

Ingunn útskrifaðist með BA-próf í stjórnmálafræði og heimspeki frá Háskóli Íslands árið 2001, MPA-próf í stjórnsýslufræðum frá KU Leuven árið 2002 og MA-próf í alþjóðasamskiptum frá University of Kent árið 2003 og hún hlaut faggildingu (CIA) sem innri endurskoðandi árið 2013. Ingunn hefur meðal annars starfað sem sérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun á árunum 2006 til 2013 og sem verkefnisstjóri í áhættuþjónustu Deloitte frá 2013. Þá starfaði Ingunn sem almannatengill í Brussel á árunum 2003 til 2004 og hlaut starfsþjálfun hjá Evrópuþinginu 2004 til 2005.

Magnús Lyngdal Magnússon hefur verið ráðinn sem aðstoðamaður rektors Háskóla Íslands, Jóns Atla Benediktssonar.

Magnús útskrifaðist með BA-prófi í sagnfræði og íslensku frá Háskóla Íslands árið 2000 og MA-prófi í sagnfræði árið 2002. Hann hefur meðal annars starfað við rannsóknir, sem sérfræðingur hjá Rannís og aðstoðarforstöðumaður Rannís á árunum 2008-2012. Síðan þá hefur hann starfað sem sérfræðingur á skrifstofu vísinda og háskóla í mennta- og menningarmálaráðuneytinu  og frá 2013 hefur hann verið í starfi skrifstofustjóra Miðstöðvar framhaldsnáms hjá Háskóla Íslands.