Rafbíll
Rafbíll
Hlutafélagið Gersemar ehf. sem er í eigu Stefáns Arnalds og Tómasar Birgis Magnússonar hefur stofnað hlutafélagið NLE Norge ehf. Tilgangur bæði Gersema og NLE Norge er fjárfestingar í verðbréfum og fasteignum, leiga og rekstur fasteigna og lánastarfsemi. Tilgangur þess síðar nefnda er jafnframt kaup og sala rafbíla.

Rafbílavæðing

NLE stendur fyrir Northern Lights Energy og er ungt og framsækið fyrirtæki sem er að hasla sér völl á sviði orku og samgöngutækni. Þar er megináherslan lögð á að fjárfesta í verkefnum sem hafa samfélagsleg áhrif og skipta máli í sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Eitt helsta verkefni NLE er rafbílavæðing Íslands. NLE Norge er útrás NLE og mun annast sölu í Noregi á þeim rafbílum sem fyrirtækið hefur samið um sölu á við rafbílaframleiðendur víða um heim. Í Noregi er frjór jarðvegur til að hefja sölu rafbíla þar sem mikið er gert til að koma rafbílum þar á göturnar af því er fram kemur á vefsíðu NLE.

Íþróttakennari og fjárfestir

Stjórnarmaður NLE Norge er Stefán Arnalds sem jafnframt er annar eigandi Gersema. Stefán hefur áður reynt fyrir sér í fjárfestingum en hann stofnaði fjárfestingarfélagið Bola og Birni ehf. árið 2006. Þá er hann annar stofnandi Snyrtistofu Kristrínar ehf. sem stofnuð var á síðata ári. Það sama ár stofnaði hann einnig félagið EV-17 ehf. sem sér um sölu og leigu íbúða- og atvinnuhúsnæðis. Nú í febrúar stofnaði hann félagið 270 Veitingar ehf. sem á reksturinn á veitingastaðnum Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ. Stefán er með UEFA A þjálfaragráðu sem er hæsta þjálfaragráða sem er í boði á Íslandi. Hann var um tíma íþróttakennari í Hólabrekkuskóla og aðstoðaþjálfari BÍ/Bolungavíkur.Hann hefur jafnfram gengt stöðu þjálfara margra yngri flokka BÍ/Bolungarvíkur síðustu ár enda Bolgvíkingur í húð og hár. Þá er Stefán mikill áhugamaður um skák.