Ragna Árnadóttir, sem verið hefur settur ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, verður dómsmálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, verður viðskiptaráðherra.

Þau tvö verða ráðherrar utan þings.

Auk Jóhönnu og þeirra tveggja verða ný í ríkisstjórninni, Steingrímur J. Sigfússon sem verður fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra og Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra.

Þá verður Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félags- og tryggingamálaráðherra.