Samkeppniseftirlitið hefur enn til skoðunar mál Já upplýsingaveita og hvort önnur fyrirtæki fái aðgang að gagnagrunni fyrirtækisins.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að reynt sé að flýta vinnu eins og hægt er. Eftirlitið aflar nú sjónarmiða í málinu en fleiri en eitt erindi bárust.

Viðskiptablaðið greindi frá fyrstu niðurstöðum Samkeppniseftirlitsins, sem birtar hafa verið aðilum málsins, í byrjun þessa mánaðar.

Samkvæmt heimildum hyggst eftirlitið skylda Já til þess að veita öðrum aðgang að gagnagrunni sínum að viðbættri eðlilegri arðsemi.

Málið má rekja til kvörtunar fyrirtækisins Miðlunar.