Bankasýslu ríkisins hefur lokið söluferli á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka sem tilkynnt var um fjögurleytið í dag. Söluferlinu lauk formlega klukkan 21:30. Bankasýslan hefur ákveðið að fjölga seldum hlutum í 450 milljónir að nafnverði eða sem nemur 22,5% af heildarhlutafé bankans en stofnunin gaf upp fyrr í dag að seldur yrði að lágmarki 20% hlutur. Þetta kemur fram í tilkynningu .

Umsjónaraðilar söluferlisins hafa ráðlagt leiðbeinandi lokaverð fyrir útboðið sem nermur 117 krónum á hvern hlut. „Líkur eru á því að lægri tilboð verði ekki samþykkt,“ segir í tilkynningunni. Miðað við leiðbeinandi lokaverð mun ríkissjóður fá 52,65 milljarða króna fyrir söluna. Þess má geta að hlutabréfaverð Íslandsbanka við lokun markaða í dag stóð í 122 krónum.

Bankasýslan stefnir á að birta niðurstöður söluferlisins fyrir opnun markaða á morgun. Áætlað uppgjör viðskiptanna fer fram á mánudaginn næsta, 28. mars.