Meðal þeirra eigna sem ríkissjóður fékk í sínar hendur við greiðslu stöðugleikaframlaga var eignarhlutur í flugleitarsíðunni Dophop. Þetta kemur fram í fyrirspurn fréttastofu RÚV um eignir sem ríkissjóður eignaðist við greiðslu stöðugleikaframlaga föllnu bankanna.

Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins frá Dohop nam eignarhlutur LBI hf. (gamli Landsbankinn) 3,60% hlut í Dohop um síðustu áramót og rann sá eignarhlutur til Ríkissjóðs í formi stöðugleikaframlags. Frosti Sigurjónsson, þingmaður framsóknarflokksins og formaður efnahags-og viðskiptanefndar, er næst stærsti hluthafi Dohop með 15,43% hlut og er hann jafnframt stjórnarformaður félagsins. Stærsti einstaki hluthafinn er Vivaldi Ísland ehf., sem er í eigu Jóns con. Tetzchner, en félagið á 21,10% hlut í Dohop.