Enn ríkir óvissa um stöðuna í Grindavík en ríkisstjórnin ákvað á mánudaginn að taka „óvissuna í fangið“ og verður endanleg lausn fyrir Grindvíkinga kynnt í byrjun febrúar.

Samhliða því framlengdi ríkisstjórnin skammtímalausnir fyrir Grindvíkinga fram í júní á meðan unnið er að því að leysa úr óvissunni með varanlegri lausn.

Meginskuldbinding ríkisins er að Grindvíkingar geti tekið ákvörðun um að setjast að á nýjum stað og fengið eigið fé í sinni fast-eign greitt úr ríkissjóði. Ríkið er einnig að skoða uppkaupaleið á fasteignum Grindvíkinga en út­færsla liggur ekki fyrir. Að­gerðirnar voru kynntar sem sameiginlegt úrlausnarefni fjármálastofnana, lífeyrissjóða og ríkissjóðs.

Í vikunni kom einnig til tals að eignir Náttúruhamfaratryggingar Íslands gætu fjár-magnað að­gerðirnar með einhverjum hætti. Lögbundið hlutverk NTÍ er þó að bæta beint tjón af völdum náttúruhamfara og því gæti þurft lagabreytingu ef eignir sjóðsins eiga að fara í uppkaupaleið ríkisstjórnarinnar eða greiða út eigið fé.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði