Rio Tinto, þriðja stærsta námafyrirtæki í heimi, ætlar að selja eignir og auka arðgreiðslur um 30% á næsta ári og um 20% til viðbótar á næstu tveimur árum á eftir til að verjast yfirtökutilboði frá BHP Billiton, samkvæmt því sem segir í Hálffimm fréttum Kaupþings.

Þar er einnig sagt að Tom Albanese, forstjóri Rio, telji mögulegt að selja eignir fyrir um 15-30 milljarða Bandaríkjadala en jafnframt að auka framleiðslu járngrýtis í Vestur-Ástralíu og hefja námavinnslu í koparnámum í Norður- og Suður-Ameríku.