Rússar hafa farið fram á að Úkraína greiði næstum tvöfalt hærra verð fyrir gas frá Rússum en þeir hafa gert að undanförnu. Verðhækkunin fellur ekki vel í kramið í Úkraínu en stjórnvöld þar hafa hótað að fara með málið fyrir dómstóla. Fjallað er um málið á vef BBC .

Orkumálaráðherra Úkraínu hefur sagt að yfirvöld myndu reyna að ná samningum um kaup á gasi frá Rússum en ef slíkir samningar myndu ekki ganga eftir þá þyrftu menn að vera viðbúnir því að Rússar sjái til þess að gassölu til Úkraínu verði hætt. Yfirvöld í Rússlandi segja að verðbreytingarnar nú séu vegna þess að stjórnvöld í Úkraínu hafi ekki greitt reikninga sína.