Salan hjá McDonald’s, stærstu skyndibitakeðja í heimi, jókst um 8,2% í nóvember s.l. Mest var aukningin í sölu ostborgara og cappuccinokaffis í Bandaríkjunum en morgunmat og kjúklingasamlokum í Evrópu og Asíu.

Sala hjá McDonald’s hefur aukist samfellt í 55 mánuði eða rúm og fjögur og hálft ár. Söluaukningin er að mestu rakin til lengri opnunartíma í Bandaríkjunum, kaffis sem sett var á markað til að keppa við Starbucks og kjúklingasamloku sem nýverið var bætt á matseðil útsölustaða keðjunnar í Þýskalandi, Kína og Rússlandi.