*

föstudagur, 14. ágúst 2020
Erlent 31. júlí 2020 09:40

Mesti samdráttur frá skráningu gagna

Verg landsframleiðsla í Bandaríkjunum dróst saman um 9,5% milli fyrsta og annars ársfjórðungs.

Ritstjórn
Gísli Freyr Valdórsson

Verg landsframleiðsla Bandaríkjanna dróst saman um 32,9% á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra, en hagfræðingar höfðu spáð 34,1%. Þetta er mesti samdráttur VLF í Bandaríkjunum í rúm 70 ár eða frá því að skráning gagna hófst. Financial Times segir frá.  

Hagkerfið dróst saman um 9,5% milli fyrsta og annars ársfjórðungs. Gögnin voru birt einum degi fyrir gildislok viðbótar atvinnuleysisbóta en um 17 milljónir manns eru atvinnulausir í Bandaríkjunum í dag. 

Hið mikla tjón sem heimsfaraldurinn hefur haft á bandaríska framleiðslu hefur dregið úr vonum Donald Trump Bandaríkjaforseta á að ná endurkjöri í komandi forsetakosningum í nóvember. Trump stakk upp á því í gær að kosningunum yrði frestað

Nýleg gögn gefa til kynna að um 7,3 milljónir starfa hafi verið búin til í maí og júní en um 20,5 milljónir starfa glötuðust í apríl. Neysluútgjöld hafa aukist á undanförnum mánuðum og sögulega lágir vextir hafa ýtt undir húsnæðiskaup. 

Stikkorð: hagkerfið Bandaríska