Samkvæmt nýrri úttekt svissneska viðskiptaháskólans IMD yfir samkeppnishæfni þjóða er Ísland í 25. sæti og hækkar um fjögur sæti á milli ára. Í tilefni úttektarinnar efndu Viðskiptaráð og VÍB til umræðufundar um útttektina í Hörpu í morgun. Í pallborðsumræðum fundarins tóku þátt þau Katrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður Já; Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs; Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri stöðugleikasviðs Seðlabankans og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.

Samkvæmt úttektinni er eitt af því sem stuðlar einna helst að samkeppnishæfni Íslands orkuauðlindir landsins, en sú niðurstaða kemur Herði Arnarssyni ekki á óvart en hann segir að mikilvægt sé að stuðla að betri nýtingu þeirra til framtíðar. Hörður benti einnig á að þótt það sé jákvætt að sjá að samkeppnishæfni landsins sé að batna þá beri að varast að líta á hana sem grundvallarmarkmið. Markmiðið, að mati Harðar, er að bæta lífskjör þjóðarinnar.

VB Sjónvarp ræddi við Hörð.