*

föstudagur, 19. júlí 2019
Erlent 19. febrúar 2018 14:14

Seðlabankastjórinn sakaður um mútuþægni

Bankaráðsmaður Seðlabanka Evrópu og seðlabankastjóri Lettlands sagður hafa farið fram á mútur.

Ritstjórn
Ilmars Rimsevics hefur setið í bankaráði Seðlabanka Evrópu frá árinu 2014.
AFP

Lögregluyfirvöld í Lettlandi, sem berjast gegn spillingarmálum, segja seðlabankastjóra landsins, Ilmars Rimsevics, hafa verið settur í gæsluvarðhald vegna ásakana um að hafa farið fram á mútugreiðslur.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í gær var Seðlabankastjórinn yfirheyrður í 8 klukkustundur en hann hefur verið í starfinu frá árinu 2001. Jafnframt hefur Rimsevics verið nefndarmaður í bankaráði Seðlabanka Evrópu frá árinu 2014.

„Rannsóknin beinist að því að hann hafi farið fram á mútugreiðslur að fjárhæð að lágmarki 100 þúsund evrur,“ sagði Jekabs Straume, yfirmaður sérstakrar deildar sem berst gegn spillingu. Það gerir um 12,5 milljónir íslenskra króna.

Á sama tíma tilkynntu stjórnvöld í landinu, þó Straume segir að sem stendur tengist það málinu ekki, að Evrópski seðlabankinn hefur stöðvað allar greiðslur til ABLV Bank, þriðju stærstu lánastofnunar landsins, í kjölfar þess að bandarísk yfirvöld sökuðu hann um að taka þátt í peningaþvætti. Þetta kemur fram á vefnum news.trust.com.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is