Seðlabanki Bandaríkjanna tók þá ákvörðun í gærkvöldi að hækka vexti um 0,25 prósentustig eða úr 2,25% í 2,5%. Þetta kemur fram á fréttavef Bloomberg.

Samkvæmt spá bankans eru líkur fyrir því að hagvöxtur verði minni í Bandaríkjunum á næsta ári en áður hafði verið gert ráð fyrir.

Vaxtahækkunin kom fjárfestum ekki á óvart ef tekið er mið af viðbrögðum fjárfesta á markaði.