Seðlabanki Japans segist sjá merki um hóflegan bata í japanska hagkerfinu, að því er kemur fram í frétt BBC. Bankinn ákvað í morgun að halda ótrauður áfram slökunarstefnu sinni í peningamálum, sem á ensku hefur fengið heitið Abenomics eftir forsætisráðherranum Shinzo Abe. Ætlar bankinn að dæla 60.000 milljörðum jena, andvirði um 75.000 milljarða króna, í hagkerfið á ári.

Í fréttinni segir að þetta sé í fyrsta skipti í ríflega tvö ár sem bankinn segist sjá merki um vöxt í japanska hagkerfinu. Undanfarna mánuði hefur bankinn veirð að benda á afmörkuð merki um bata, en það var fyrst í dag sem hann sagðist sjá almenn batamerki í hagkerfinu.