*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Innlent 27. maí 2020 15:20

Seðlabankinn greip inn í

Seðlabankinn greip inn í gjaldeyrismarkaðinn í dag og í gær til þess að vinna gegn styrkingu krónunnar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Seðlabankinn greip inn í gjaldeyrismarkaðinn í dag og í gær til þess að vinna gegn styrkingu krónunnar. Krónan hefur styrkst gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum í dag og hefur ekki verið sterkari síðan í mars.

Krónan styrktist um 0,59% gagnvart evru en ein evra kostar nú um 151 krónu en evran fór hæst í tæpar 160 krónur um miðjan apríl. Nú stendur dollarinn í 137 krónum en krónan hefur styrkst um 0,89% gagnvart dollara. 

Um miðjan mars kom fram að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefði óskað eftir því við lífeyrissjóði að þeir myndu ekki kaupa erlendan gjaldeyri í þrjá mánuði til að hindra of mikla veikingu krónunnar. Krónan veiktist töluvert í mars, apríl og fram í maí eða um hátt í 13% gagnvart evru. Á síðustu dögum hefur krónan hins vegar tekið að styrkjast á ný.

Seðlabankinn hefur gefið út að inngrip hans á gjaldeyrismarkaði miði að draga úr sveiflum á gengi krónunnar.