Bandaríkjamenn flykktust út í byssuverslanir og keyptu sér skotvopn í kjölfar þess að fréttir bárust af hryðjuverkaárásinni í San Bernardino síðasta desember. Vegna þessarar aukningar í eftirspurn jók byssuframleiðandinn Smith & Wesson meira en 60% við sölu sína á síðasta ársfjórðungi 2015. Hagnaður fyrirtækisins jókst einnig til muna.

Skotvopn verða sífellt vinsælli meðal kvenna, og eftirspurnin knýr framleiðendur til þess að hanna smágerðari og léttari byssur. Talsverður markaður hefur orðið til fyrir félög sem selja kvenleg byssuhulstur.

Þess má þá geta að hríðskotarifflarnir sem Sayed Farook og Tashfeen Malik notuðu í San Bernardino voru af gerðinni Smith & Wesson. Farook og Malik létust í kjölfar árásarinnar en mikil umræða hefur spunnist af því hvort Apple ætti að aðstoða alríkislögregluna FBI við að aflæsa síma Farook.