Arion banki seldi í gær um 9,6 milljónir hluta í Eimskip en miðað við núverandi gengi félagsins er verðmæti hlutanna ríflega 2,5 milljarðar króna.

Hlutur Arion banka í Eimskip fór undir 5% við söluna og var þar að lútandi flöggunartilkynning send kauphöllinni. Eftir viðskiptin er hlutur Arion banka í félaginu um 0,7%.

Í gær var tilkynnt um ósk Eimskips að hefja formlegar viðræður um sátt við Samkeppniseftirlitið vegna meintra samkeppnislagabrota félagsins og Samskipa, líkt og Viðskiptablaðið sagði frá í gær .

Gengi bréfa Eimskips hefur lækkað umtalsvert í dag, yfir 6% þegar þetta er skrifað.