Afsögn Sir Ivan Rogers, sendiherra Breta hjá Evrópusambandinu, var lýst sem nokkuð óvæntri í frétt Financial Times . Rogers hefði gengt stórvægu hlutverki —en þó óformlegu hlutverki — í samningaviðræðum Breta um útgöngu úr sambandinu. Talið er líklegt að afsögn Rogers eigi eftir að vera talsvert áfall fyrir Bretland stuttu fyrir samningsviðræður Breta við Evrópusambandið. Hann gefur ekki upp ástæðu afsagnarinnar, en hann hugðist segja upp störfum í nóvember.

Sir Ivan hefur starfað sem sendiherra Breta hjá Evrópusambandinu frá árinu 2013 og var einn helsti ráðgjafi David Cameron, þegar Cameron vildi semja við Evrópusambandið áður en kallað var til þjóðaratkvæðagreiðslunnar afdrifaríku. Hann hafði einnig unnið náið með Theresu May, forsætisráðherra, en uppi eru sögusagnir um að samband hans við May hafi versnað talsvert síðastliðnar vikur og mánuði.

Rogers hafði talað um það að líklegast yrði að Bretar yfirgæfu ESB án þess að vera meðlimir að innri markað sambandsins eða tollasambandi ESB. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær afsögn Sir Ivan Rogers tekur gildi.