Sérstakur saksóknari hefur kært frávísun héraðsdóms Reykjaness í Aserta-málinu svokallaða. Málinu var vísað frá vegna óskýrleika í ákæru. Fréttablaðið fjallar um málið í dag og hefur eftir Ólafi Haukssyni, sérstökum saksóknara, að verið sé að kanna hvort þau mistök sem gerð voru í málinu geti haft áhrif á önnum mál sem eru til rannsóknar hjá embættinu.

Hinir ákærðu voru handboltakappinn Markús Máni Michaelsson, Karl Löve Jóhannsson, Gísli Reynisson og Ólafur Sigmundsson. Fjórmenningarnir eru grunaðir um að hafa á tímabilinu 25. mars 2009 til 2. nóvember 2009 haft milligöngu um gjaldeyrisviðskipti hér á landi. fyrir viðskiptavini á aflandsmarkaði í gegnum eignarhaldsfélagið Aserta. Þingfest var í málinu í héraðsdómi Reykjaness í apríl í fyrra. Þegar í ljós kom að ráðherra hafði ekki undirritað reglur um gjaldeyrismál og ekki hægt að byggja refsingu á reglunum var ákærunni breytt.

Verulegur hagnaður

Í umfjöllun Viðskiptablaðsins kom fram að meðalhagnaður viðskiptavina Aserta var um 36 milljónir á hvern þeirra fjögurra sem ákærðir voru í málinu. Heildartekjur fjórmenninganna sem ákærðir voru nam samkvæmt útreikning­ um saksóknara annaðhvort 656 milljónum króna eða 693 milljónum. Hagnaður umbjóðenda þeirra var hins vegar miklum mun meiri, en ætla má að hann hafi numið um þremur milljörð­ um króna. Taka ber fram að þessi tala kemur ekki fram í ákærunni, heldur er hér um lauslegan út­ reikning að ræða byggðan á afla­ nds­ og innanlandsgengi krónu gagnvart evru á því tímabili sem meint brot fóru fram.